Vorið er komið og grundirnar gróa
Fréttir
12.05.2009
Í vikunni 25. til 29. maí n.k. hreinsum við til í umhverfi okkar. Félagasamtök hafa tekið að sér að hreinsa opin svæði í sveitarfélaginu og eru íbúar hvattir til að hreinsa til í nánasta umhverfi sínu. Þjónustumiðstöð Bláskógabyggðar aðstoðar við að fjarlægja bílflök og sambærilega hluti ef þörf er á. Leggjumst öll á eitt við að fegra umhverfið.
Þjónustu- og framkvæmdasvið
Bláskógabyggðar,
s: 486-8726