Vinnuskóli Bláskógabyggðar
Fréttir
18.05.2012
Vinnuskóli Bláskógabyggðar hefst 6. júní 2012 og er með starfsstöð annars vegar á Laugarvatni og hins
vegar í Reykholti. Réttindi til vinnu í vinnuskólanum eru unglingar með lögheimili í Bláskógabyggð og eru
fæddir á árunum 1996, 1997, 1998 og 1999. Vinnutími er frá kl. 8.30 til kl. 12 virka daga, Fyrir nemendur
fædda árið 1999 starfar skólinn að lágmarki til 24. júní, fyrir nemendur fædda árið 1998 að lágmarki til 1.
júlí, fyrir nemendur fædda árið 1997 að lágmarki til 8. júlí og fyrir nemendur fædda árið 1996 að lágmarki til
15. júlí.
Þeir sem óska eftir vinnu í vinnuskólanum í sumar skulu skila umsóknareyðublaði útfylltu á skrifstofu
grunnskólans í síðasta lagi mánudaginn 21. maí n.k.
Nánari upplýsingar gefur Kristinn hjá Þjónustumiðstöð Bláskógabyggðar í síma 486-8726/860-4440.
Smellið hér fyrir neðan til að nálgast umsóknareyðublað
Umsóknareyðublað