Vinnuskóli 2025

Fréttir 28.03.2025

Vinnuskóli Bláskógabyggðar verður starfræktur í sumar, ef starfsmaður fæst til að hafa umsjón með honum. Gert er ráð fyrir að vinnuskólinn verði með vinnustöðvar á tveimur stöðum, á Laugarvatni annars vegar og í Reykholti hinsvegar. Vinnuskólinn er fyrir ungmenni á aldrinum 14 til 16 ára. Verkefni vinnuskólans eru margþætt, umhirða umhverfis, málningarvinna o.fl.

 

Smellið á slóðirnar hér fyrir neðan til að nálgast upplýsingar og umsóknareyðublað.

Upplýsingar um vinnuskóla

Skráning í vinnuskóla 2025