Vilt þú leggja þitt af mörkum í stefnumótun sveitarfélagsins?

Fréttir 14.11.2022
Kæru íbúar Bláskógabyggð hefur sett af stað vinnu við stefnumótun sveitarfélagsins með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Hluti þeirrar vinnu er mótun á framtíðarsýn og val á gildum. Fyrirhugað er að halda íbúafund og eruð þið hvött til að mæta þar og taka þátt. En áður en að íbúafundi kemur langar mig til þess að biðja ykkur um að svara stuttri könnun. Um er að ræða fjórar spurningar og verða niðurstöðurnar notaðar í stefnumótunarvinnunni því ykkar álit skiptir okkur miklu máli. Við biðjum ykkur um að svara könnuninni fyrir 18. nóvember 2022. Niðurstöður könnunarinnar verða síðan kynntar á heimasíðu/íbúafundi. Það sem þið þurfið að gera: Farið inn á vefsíðuna menti.com og sláið inn númerið 15521194 í dálkinn sem kemur upp. Kær kveðja Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.