Víkingar í Reykholti
Fréttir
17.05.2010
Hvítasunnuhelgin
Alvöru víkingar í Reykholti
Um hvítasunnuhelgina verður Víkingahópurinn Rimmugýgur með vorhátíð sína og upphitun fyrir sumarið í Reykholti í Biskupstungum.
Þar munu þeir tjalda víkingatjöldum, setja upp smiðjur o.fl. og sýna gestum og gangandi hvernig lífið gæti hafa gengið fyrir sig á víkingamarkaði fyrir þúsund árum.
Einnig munu þeir æfa bardagalist og ýmis tilþrif að hætti víkinga.
Rimmugýgur er félag áhugamanna um menningu og bardagalist víkinga, sem var stofnað árið 1997
Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir laugardag og sunnudag kl. 12:00 - 18:00
Víkingarnir verða staðsettir við tjaldsvæðið í Reykholti og eru þangað komnir í samvinnu við Kaffi-Klett.
Tjaldsvæðið er einnig opið öllum tjaldgestum þessa helgi.
Kaffi-Klettur, Reykholti
sími 486 1310 / 847 5057
www.kaffiklettur.is