Viðburðadagskrá ágústmánaðar 2011
Fréttir
03.08.2011
Laugardaginn 6. ágúst kl. 13-18
Opið hús í Skálholti
Sumartónleikar í Skálholti og Skálholtsstaður bjóða gestum í opið hús laugardaginn 6. ágúst kl. 13-18. Kynning á fjölbreyttri starfsemi Skálholts; tónleikar, úti- og innileikir og tónlistarsmiðja fyrir börnin, sem líka gefst kostur á að fara á hestbak. Gestastofan opin allan daginn, aðgangur ókeypis.
Skálholtsstaður og Sumartónleikar í Skálholti í samstarfi við Upplit. Nánar á www.skalholt.is
??????????????????????????????????????????????
Sunnudaginn 7. ágúst kl. 15
Hamrar í ljósi minninganna
Gömlu-Borg í Grímsnesi
Guðfinna Ragnarsdóttir verður sögumaður á Upplitsviðburði á Gömlu-Borg sunnudaginn 7. ágúst kl. 15. Þar segir hún frá minningum sínum frá Hömrum í Grímsnesi, hjá Sigríði Bjarnadóttur og Jóhannesi Jónssyni sem bjuggu í austurbænum á Hömrum. Guðfinna rekur gamlar minningar og sýnir ljósmyndir frá Hömrum. Á eftir er boðið í kaffi og meðlæti að hætti Siggu á Hömrum.
Nánar á www.upplit.is
??????????????????????????????????????????????
Laugardaginn 13. ágúst kl. 10
Dagsganga niður með gljúfri Stóru-Laxár
Menningar- og ferðanefnd Hrunamannahrepps stendur fyrir göngu niður með gljúfri Stóru-Laxár laugardaginn 13. ágúst. Komið við í Hrunakrók og endað á Kaldbak. Fararstjóri er Anna Ásmundsdóttir í Stóru Mástungu. Pantanir hjá Halldóru í tölvupósti fossari@simnet.is eða í síma 892 1276.
ATH. Dagsetningin er birt með fyrirvara um veður.
Menningar- og ferðanefnd Hrunamannahrepps í samstarfi við Upplit. Nánar á www.fludir.is
??????????????????????????????????????????????
Sunnudaginn 28. ágúst kl. 14-18
Skógarferð í Þjórsárdal
Gaukur Travel stendur fyrir rútuferð um Búrfellsskóg og Þjórsárdalsskóg sunnudaginn 28. ágúst. Litið verður á nokkrar bæjarrústir og sopið á rammíslensku skógarkaffi. Leiðsögumaður verður Friðþór Sófus Sigurmundsson landfræðingur, sem skrifaði meistararitgerð við Háskóla Íslands, með yfirskriftinni ?Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal frá 1587-1938?.
Gaukur Travel í samstarfi við Upplit. Nánar á www.upplit.is
Kynnið ykkur fjölbreytta dagskrá sumarsins á www.upplit.is og á Facebook-síðu Upplits!