Viðbrögð vegna Covid-19

Fréttir 06.10.2020
Starfsfólk Skóla- og velferðarþjónustu starfar nú skv. viðbragðsáætlun þjónustunnar í samræmi við tilmæli og hertar reglur Almannavarna og Landlæknis v/Covid-19.   Við leggjum mikla áherslu á að aðgengi þjónustunotenda verði áfram gott þótt við takmörkum heimsóknir út í skólana næstu tvær vikur og hvetjum starfsfólk skólanna til að hringja og hafa samband hvenær sem er nú sem áður.   Í þessari áætlun horfum við ekki síst til þess að starfsfólk skólaþjónustu sinnir 15 leik- og grunnskólum og viljum við forðast að vera mögulegir smitberar á milli svæða/skóla.   Hluti af þessari vinnu er áætlun um aðgerðir til að viðhalda rekstri og stuðla að öryggi starfsfólks Skóla- og velferðarþjónustu og öryggi þeirra sem við umgöngumst.   Ráðstafanir sem hafa það að markmiði að fækka smitleiðum og taka gildi 6. október 2020.  
  • Fækka staðbundnum fundahöldum tímabundið og mæta aðeins á fundi ef nauðsyn ber til.
  • Nýta Teams fjarfundabúnað eða síma á fundum.
  • Sérfræðingar skólaþjónustu munu nota grímur þegar þau koma inn í skólana, þegar ekki er hægt að virða tveggja metra regluna.
  • Vegna þess hve mörg við erum í litlu rými á skrifstofu hefur starfsfólki verið skipt í tvo hópa sem hittast ekki næstu tvær vikur. Skipt er í tvo daga á skrifstofu aðra vikuna og þrjá hina vikuna, annar hópurinn vinnur á skrifstofunni og hinn vinnur verkefni heima og/eða úti í skólum.
  • Áfram verða viðhafðar strangar sóttvarnarreglur á skrifstofu.
  • Skrifstofan er lokuð fyrir aðra en þá sem þar vinna.
 
  • Sími sálfræðinga er enn opinn frá því í fyrstu bylgju fyrir þá sem eru eru haldnir kvíða og/eða líður illa vegna ástandsins.  Þeir sem óska eftir samtali geta sent tölvupóst til sálfræðings með símanúmeri og beiðni um samtal og mun sálfræðingur þá hringja í viðkomandi.
  Þessi áætlun er svona núna en getur breyst fljótt með breyttum aðstæðum í samfélaginu.