Viðbrögð vegna COVID-19

Fréttir 12.03.2020
Bláskógabyggð og stofnanir sveitarfélagsins fylgja leiðbeiningum stjórnvalda um viðbrögð við kórónaveirufaraldrinum og hafa gripið til ráðstafana í samræmi við það. Áhersla hefur veirð lögð á að fækka mögulegum smitleiðum og vekja starfsfólk og notendur þjónustu sveitarfélagsins til umhugsunar um aukinn þrifnað og aðgæslu. Unnar hafa verið viðbragðsáætlanir sem byggt er á í tilvikum sem þessum, má þar nefna Viðbragðsáætlun Bláskógabyggðar um langtímaviðbrögð við samfélagsáföllum og sameiginlega áætlun sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu um viðbrögð við inflúensu eða öðrum alvarlegum sjúkdómum. Þá hafa einstakar stofnanir útfært viðbragðsáætlanir fyrir sína starfsemi.  Smellið á slóðina hér fyrir neðan til að nálgast viðbragðaáætlun. Áætlun Samfél áföll Bláskógabyggð endanlegt vef.