Við eldumst öll

Fréttir 02.02.2010
Líkams- og heilsurækt eldri aldurshópa - Íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu og betri lífsgæða Opinn fundur um niðurstöður rannsóknar Rannsóknarverkefninu Líkams- og heilsurækt eldri aldurshópa - Íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu og betri lífsgæða er lokið. Rannsóknin var framkvæmd í sveitarfélaginu Árborg og á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið var að kanna áhrif sex mánaða íhlutunaraðgerða í formi þjálfunar og hvetjandi fyrirlestra um næringu á heilsufar, líkamsástand og lífsstíl eldri aldurshópa. Einnig að rannsaka áhrif til lengri tíma litið á heilsu, lífsstíl og lífsgæði hinna eldri. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa ákveðnar vísbendingar um hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir séu vænlegastar til að sporna við auknu heilsuleysi og heilsutengdum sjúkdómum þessa hóps í framtíðinni. Rannsakendur, allir frá Íþróttafræðasetri Háskóla Íslands á Laugarvatni, munu kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar og draga af þeim ályktanir og svara spurningum. Kynningarfundurinn fer fram laugardaginn 6. febrúar á Hótel Selfossi og hefst stundvíslega kl. 10.30. Allir velkomnir. Bæjarstjórn Árborgar Rannsakendur Íþróttafræðiseturs HÍ á Laugarvatni