Velkomin á opnun Anersaaq-Ånd-Andi í Listasafni Árnesinga
Fréttir
31.08.2016
í Listasafni Árnesinga, fimmtudaginn 1. sept. kl. 21:00
Lifandi tónlist og kynning á þessari mynd- og hljóðvörpun sem ferðast um í gámi milli staða á norðurslóðum. Húsnæði Listasafns Árnesinga verður baðað ljósa- og hljóðgjörningi þegar varpað verður myndum á húsið utandyra.
Innandyra verður boðið upp á lifandi tónlist, frekari kynningu á verkefninu m.a. á skjám og einnig verður hægt að skoða sýninguna Tímalög ? Karl Kvaran og Erla Þórarinsdóttir, sem nú stendur í safninu.
Þetta er síðasti viðkomustaður gámsins í Árnessýslu, en áður hefur verið varpað á Ráðhúsið á Selfossi þar sem Héraðsskjalasafn Árnesinga er líka til húsa og á Húsið á Eyrarbakka sem er aðsetur Byggðasafns Árnesinga en það safn er er tengiliður verkefnisins hér á landi og fékk söfnin til þessa ánægjulega samstarfs.
Nánar á www.listasafnarnesinga.is og www.anersaaq.com
Verið velkomin og takið með ykkur gesti.