Veghald í frístundahúsabyggðum
Bláskógabyggð hefur undanfarin ár látið hefla stofnleiðir í frístundahúsabyggðum þar sem því hefur verið við komið. Ekki hefur þessi þjónusta hentað öllum slíkum byggðum og ákvað sveitarstjórn því á fundir sínum 6. apríl 2010 að breyta fyrirkomulagi þessarar þjónustu þannig að í stað heflunar verði veittir styrkir til veghalds í þeim frístundahúsabyggðum sem þess óska og í samræmi við ákveðna samþykkt þar um. Þessi samþykkt tók gildi frá og með 1. janúar 2011 og er eftirfarandi:
Styrkur vegna veghalds í frístundabyggðum í Bláskógabyggð
1. gr. Markmið
Markmið þessarar samþykktar er að styðja við veghald í frístundahúsabyggðum í Bláskógabyggð.
- gr. Veghald
Í veghaldi felst að halda akstursleiðum innan viðkomandi frístundahúsabyggðar aksturshæfum, t.d. með ofaníburð, heflun eða snjómokstri. Í veghaldi felst ekki nýframkvæmdir í vegagerð á viðkomandi svæðum.
- gr. Réttur til styrkveitingar
Rétt til styrkveitingar hafa öll formleg félög frístundabyggða í Bláskógabyggð. Með hverri styrkumsókn skal fylgja sundurliðaður kostnaður viðkomandi framkvæmdar.
- gr. Styrktarupphæð
Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins ár hvert er tilgreind ákveðin fjárhæð sem ætluð er til veghalds í frístundabyggðum. Styrkur til einstaks félags er óskilgreindur en getur að hámarki orðið:
- 10% af heildarupphæð í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs.
- 50% af heildarupphæð framkvæmdarinnar.
- gr. Úthlutunarreglur
Við mat á styrkupphæðum til einstakra félaga skal horft til tveggja þátta, annars vegar til heildar lengdar vega og hins vegar til fjölda frístundahúsa innan viðkomandi svæðis.
- gr. Úthlutun styrkja
Úthlutun styrkja til veghalds fer fram á fundi sveitarstjórnar í október ár hvert fyrir yfirstandandi ár. Aðeins er hægt að sækja um styrk fyrir framkvæmdir sem eiga sér stað á því ári. Umsóknir skulu berast sveitarstjóra í síðasta lagi 15. september ár hvert. Byggðaráð yfirfer styrkumsóknir og gerir tillögu til sveitarstjórnar um styrkveitingar til hvers félags. Við mat á styrkveitingum skal sveitarstjórn fara eftir ákvæðum 4. greinar.
- gr. Annað
Þessi samþykkt var staðfest á fundir sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þann 6. apríl 2010 og tekur gildi 1. janúar 2011.