Vaxtarsamningur Suðurlands- Styrkir til eflingar nýsköpunar og samkeppnishæfni atvinnulífsins á Suðurlandi

Fréttir 09.04.2010
Vaxtarsamningur Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrk til uppbyggingar klasa og framgang rannsóknar og þróunar á sviði matvæla, ferðaþjónustu og iðnaðar á Suðurlandi. Starfsvæði Vaxtarsamnings Suðurlands markast af Hellisheiði í vestri og eystri mörkum Sveitarfélagsins Hornafjörður. Óskað er eftir umsóknum frá klösum eða/og samstarfsverkefnum sem tengjast nýsköpun með skýrri verðmætasköpun. Gerð er krafa til þess að verkefnin styðji atvinnulíf og samfélag á Suðurlandi. Í boði eru 20 milljónir. Mótframlag verkefnisins þarf að vera 50% hið minnsta. Verkefni þar sem fyrirtæki, rannsóknar ? þróunar og háskólastofnanir vinna saman njóta alla jafna forgangs. Að auki verður horft til þess að verkefnin skili ábata og störfum út í samfélagið á verkefnatímanum. Í umsókninni á að koma fram lýsing á verkefninu, skýr útlistun á nýnæmi hugmyndarinnar og ætluðum ávinningi ásamt kostnaðar- fjármögnunar- og tímaáætlun. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga. Rafræn umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur má finna á vef Atvinnuþróunarfélags Suðurlands www.sudur.is Sérstaklega er bent á að hægt er að vista umsóknareyðublöð meðan þau eru í vinnslu. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum heimasíðu félagsins. Umsóknafrestur er til og með 10. maí 2010 Móttaka umsókna Einungis er tekið við umsóknum sem sendar eru í gegnum heimasíðu félagsins hér að neðan. Ef væntanlegir umsækjendur lenda í vandræðum með að fylla inn í umsóknarformið er hægt að hafa samband við starfsfólk félagsins og mun starfsfólkið þá veita alla mögulega aðstoð. Upplýsingar eru veittar hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands www.sudur.is í síma 4812961 (Vestmannaeyjar), 4874822 (Hella) og 4808210 (Selfoss) Smelltu hér til að fylla inn í rafræna umsókn http://sudur.is/styrkumsokn