Vallamót Hestamannafélagsins Trausta verður haldið laugardaginn 20.ágúst

Fréttir 16.08.2016
Árlegt Vallamót Hestamannafélagsins Trausta verður haldið laugardaginn 20.ágúst n.k. á Laugarvatnsvöllum. Líkt og í fyrra verður keppt í smalakeppni og verður smalakeppninni skipt í smala 1, þ.e. 14 ára og yngri og smali 2, þ.e. 15 ára og eldri Mótið hefst kl. 10:00 og er dagskrá sem hér segir: Barnaflokkur Unglingaflokkur Pollaflokkur Firmakeppni Smali 1 Smali 2 100m skeið Verðlaunaafhending í barna og unglingaflokki fer fram strax að lokinni keppni í flokkunum Í barnaflokki skal ríða fet, stökk og tölt eða brokk.  Sé áhugi fyrir hendi á verður keppt í kappreiðum, þeas skeiði og eða stökki. Skráningar í barna- og unglinga þurfa að berast á netfangið hf.trausti@gmail.com í síðasta lagi miðvikudaginn 17. ágúst.  Í firmakeppni, kappreiðum og smala 1 og 2 er skráning á staðnum. Vallarmótsnefnd Trausta