Útboð – Yfirborðsfrágangur gatna 2024

Fréttir 04.07.2024

Bláskógabyggð óskar eftir tilboðum í yfirborðsfrágang gatna í Reykholti og á Laugarvatni í samræmi við útboðsgögn.

Um er að ræða jöfnun styrktarlags og burðarlags auk malbikunar og lagningu kansteina. Annars vegar í í Reykholti og hins vegar að Laugarvatni.

Helstu magntölur eru eftirfarandi:

Jöfnun styrktarlags 11.800 m2

Burðarlag 1.040 m3

Malbikun 11.410 m2

Kantsteinar 1.725 m

Verklok 1. október 2024.

 

Útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi (.pdf) með tölvupósti. Beiðnir um afhendingu útboðsgagna skulu sendar á netfangið kristofer@blaskogabyggd.is þar sem fram koma upplýsingar um nafn, netfang og símanúmer bjóðanda auk upplýsinga um tengilið. Tilboðum skal skilað eigi síðar en fimmtudaginn 18 júlí 2024 kl. 11:00, í samræmi við upplýsingar í útboðsgögnum og verða tilboð opnuð á þeim tíma í fundasal sveitarstjórnar í Aratungu.

 

 

Fyrir hönd Bláskógabyggðar: Kristófer Tómasson sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs