Útboð í slátt og hirðingu í Laugarási og Reykholti

Fréttir 15.04.2015
Útboð Bláskógabyggð óskar eftir tilboðum í verkið: SLÁTTUR OG HIRÐING Í LAUGARÁSI OG REYKHOLTI, BLÁSKÓGABYGGÐ Verkið felur í sér slátt og hirðu á tilgreindum verkstöðum í Laugarási og Reykholti, Bláskógabyggð. Markmiðið er að grassvæði séu ávallt vel hirt og snyrtileg. Verktímabil er frá 15. maí til 15. september ár hvert sem verksamningurinn nær yfir. Verkið er boðið út til þriggja ára. Umhirðustig eru eftirfarandi:
  1. stig ? svæði slegin á 7-8 daga fresti.
  2. stig ? svæði slegin á 10-12 daga fresti.
  3. stig - svæði slegin á 14-18 daga fresti.
  4. stig ? svæði slegin á 20-25 daga fresti.
  5. stig ? svæði slegin á 30-35 daga fresti.
  6. stig - svæði slegin á 40-45 daga fresti.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með mánudeginum 20. apríl.  Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Ingibjörgu í síma 412 6900, eða með tölvupósti á netfangið utbod.sudurland@efla.is  og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. Tilboðum skal skila á skrifstofu Bláskógabyggðar, Aratungu, Reykholti, 801 Selfoss fyrir kl. 14:00 mánudaginn 4. maí en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar