Útboð - Hverabraut 2 ? Íþróttagólf endurnýjun

Fréttir 10.03.2022
Útboð Bláskógabyggð óskar eftir tilboðum í verkið: Hverabraut 2 ? Íþróttagólf endurnýjun Verklok eru 01.10.2022 Verkið felur í sér útvegun og lagningu á flatfjaðrandi (Area-elastic) parket íþróttagólfi á gólf íþróttasalar í íþróttahúsinu að Hverabraut 2 á Laugarvatni.  Áður en vinna við gólflögn hefst skal verktaki undirbúa allar gólffestingar sem festa skal í steypu.  Gert er ráð fyrir að gólfið verði lagt á núverandi dúk og á að afhendast fullfrágengið með gólflistum á jöðrum, festihólkum fyrir tækjabúnað og markalínum samkvæmt teikningum, efnis og verklýsingu.   Helstu stærðir eru:
  • Gólfflatarmál 1333m²
  • Aðstaða fyrir varamenn og stjórnendur 37 m²
  • Aflagðar festingar 46 stk
  • Nýjar festingar 30 stk
  • Merkingar á gólfi 2156m
  • Færsla á áhorfendapöllum 7 stk
  Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með mánudeginu 14. mars 2022.  Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Baldvin hjá Eflu Suðurlandi með því að senda  tölvupóst á netfangið baldvin.arnason@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. Tilboðum skal skila til skrifstofu Bláskógabyggðar, Reykholti 806 Selfossi, fyrir kl. 11:00 miðvikudaginn 30. mars og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. F.h. Bláskógabyggðar