ÚTBOÐ - Gatnagerð Reykholti - 2015

Fréttir 19.06.2015
    Verklok eru: 30. september 2015   Verkið skiptist í 4 hluta. 1. Kistuholt: Verkið felur í sér að leggja einfalt lag af klæðningu á götuna, einnig þarf að rétta af enda götunar og leggja tvöfalt lag af klæðningu á hann. Steypa þarf kantstein í báðum endum götunar. Einnig þarf leggja regnvatnslögn í báðum endum, setja niðurföll og tengja regnvatn við núverandi lagnir. 2.  Miðholt: Gatan er að mestu jarðvegsskipt. Bæta þarf ofan á götuna burðarlag og móta hana, leggja síðan tvöfalt lag af klæðningu á götuna. Steypa þarf kantstein í báðum botnlöngum götunar. 3.  Skólabraut: Endurnýja skal 400 mm regnvatnslögn þvert yfir götuna milli brunna á móts við gróðurhúsin við Skólabraut. 4.  Sólbraut: Helstu magntölur eru: Styrkja skal götu og leggja á hana tvöfalda klæðingu.
  • Neðra burðarlag                                         400 m3
  • Efra burðarlag                                            344 m3
  • Fráveitulagnir                                            169 m
  • Klæðning einfalt lag                                   1 796 m2
  • Klæðning tvöfalt lag                                   3 439 m2
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með miðvikudeginum 24. júní 2015. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Ingibjörgu hjá Eflu Suðurlandi í síma 412 6900, eða með tölvupósti á netfangið utbod.sudurland@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. Tilboðum skal skila á Efla Suðurland fyrir kl. 11:00 miðvikudaginn 8. júlí 2014, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.   Sviðsstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar