ÚTBOÐ - Gatnagerð Reykholti - 2015
Fréttir
19.06.2015
Verklok eru: 30. september 2015
Verkið skiptist í 4 hluta.
1. Kistuholt:
Verkið felur í sér að leggja einfalt lag af klæðningu á götuna, einnig þarf að rétta af enda götunar og leggja tvöfalt lag af klæðningu á hann. Steypa þarf kantstein í báðum endum götunar. Einnig þarf leggja regnvatnslögn í báðum endum, setja niðurföll og tengja regnvatn við núverandi lagnir.
2. Miðholt:
Gatan er að mestu jarðvegsskipt. Bæta þarf ofan á götuna burðarlag og móta hana, leggja síðan tvöfalt lag af klæðningu á götuna. Steypa þarf kantstein í báðum botnlöngum götunar.
3. Skólabraut:
Endurnýja skal 400 mm regnvatnslögn þvert yfir götuna milli brunna á móts við gróðurhúsin við Skólabraut.
4. Sólbraut:
Helstu magntölur eru:
Styrkja skal götu og leggja á hana tvöfalda klæðingu.
- Neðra burðarlag 400 m3
- Efra burðarlag 344 m3
- Fráveitulagnir 169 m
- Klæðning einfalt lag 1 796 m2
- Klæðning tvöfalt lag 3 439 m2