Úrgangsmál og endurvinnsla. Ný flokkunartunna.
Fréttir
01.11.2016
Á næstu vikum mun hvert heimili í Bláskógabyggð fá senda nýja flokkunartunnu ásamt bæklingi um flokkunarmál.
Tunnan er með grænu loki og er ætluð fyrir plastúrgang frá heimilum.
Í bæklingnum er hægt að lesa sig um hvernig á að flokka í tunnurnar ásamt öðrum gagnlegum fróðleik.
Björgunarsveitirnar munu sjá um dreifinguna á tunnunum.