Uppsveitarsystur
Fréttir
22.11.2006
Nýr kvennakór hefur hafið starfsemi í uppsveitum Árnessýslu og
kallar sig Uppsveitasystur. Konurnar sem eru 25 í kórnum koma úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Hrunamannahreppi og Bláskógarbyggð.
Stjórnandi kórsins er Magnea Gunnarsdóttir.
Lagavalið er léttmeti og jafnvel gospel. Fyrstu opinberu tónleikarnir eru ekki komnir á dagskrá en við syngjum óformlega fyrir félaga úr Karlakór Hreppamanna og þeirra konur í desember,? sagði
Elín JónaTraustadóttir, ein af Uppsveitasystrum í samtali við blaðið.
Myndin sýnir hluta af kór Uppsveitasystra, áamt stjórnanda Magneu Gunnarsdóttur, sem er lengst til hægri á myndinni. Kórinn æfir einu sinni í viku í
Flúðaskóla á Flúðum.
Fréttin er úr Bændablaðinu
mynd/MHH