Uppsögn samstarfssamnings

Fréttir 24.01.2007
Uppsögn samstarfssamnings Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps í skólamálum. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur sagt upp samstarfssamningi við Bláskógabyggð vegna skólamála, en eftir gildistöku þess samningsins varð grunnskólin að Borg, Ljósaborg, hluti af Grunnskóla Bláskógabyggðar.  Samstarf sveitarfélaganna um kennslu eldri nemenda í grunnskólanum í Reykholti hafði þá staðið í eitt ár, eða frá árinu 2004.  Snemma sumars 2005 voru fræðslunefndir sveitarfélaganna sameinaðar í eina, en fræðslunefnd hafði með höndum lögskipað starf í tenglum við grunnskólann og rekstur leikskóla sveitarfélaganna. Þessu samstarfi lýkur næsta sumar og mun Grímsnes- og Grafningshreppur þá taka yfir allan rekstur Ljósuborgar fyrir næsta skólaár.  Einnig mun samstarfi um sameiginlega skólanefnd ljúka á sama tíma. Samstarf Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps í skólamálum hefur verið mjög gott á liðnum árum og finnst sveitarstjórn Bláskógabyggðar miður að þessum samstarfssamningi skuli hafa verið sagt upp. Í uppsagnarbréfinu óskar sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps eftir samningi um áframhaldandi kennslu eldri nemenda úr sveitarfélaginu í Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fól sveitarstjóra að vinna að gerð samnings, vegna kennslu eldri nemenda, við Grímsnes- og Grafningshrepp fyrir hönd Bláskógabyggðar