Uppskeruhátíð og íþróttaviðburður
Fréttir
27.08.2014
Laugardaginn 6. september verður árviss uppskeruhátíð haldin í Hrunamannahreppi.
Fjölbreytt dagskrá verður á Flúðum og nágrenni, markaður í félagsheimilinu með uppskeru og ýmsan varning beint frá býli,
handverk, opin hús, söfn, sýningar, golfmót og tilboð hjá ferðaþjónustuaðilum.
Íþróttaviðburðurinn ?Uppsveitahringurinn" verður haldinn sama dag í þriðja sinn þar sem hlaupið og hjólað verður um uppsveitir Árnessýslu.
Vegalengdirnar eru eins og fyrri ár
? 10 km hlaup
46 km hjólreiðar ræstir út tveir hópar, skemmtihjólreiðahópur og keppnishjólreiðahópur
?
? 10 km hjólreiðar
Skráning á www.hlaup.is
Uppsveitahringur 2014 á Facebook
Nánari upplýsingar verða á síðum sveitarfélaganna og www.sveitir.is