Uppskeruhátíð á Flúðum laugardaginn 8. september 2012
Fréttir
04.09.2012
Matarkistan Hrunamannahreppur
Þakkargjörðarmessa í Hrunakirkju kl. 11:00
Barnakór Flúðaskóla: Stjórnandi Helga Kolbeinsdóttir
Kór eldri Hrunamanna: Stjórnandi Stefán Þorleifsson organisti.
Kirkjan skreytt jarðargróðri og uppskeru. Heimabakað byggbrauð.
Prestur: sr. Halldór Reynisson.
Í lok athafnar verða verðlaun veitt fyrir tré ársins í Hrunamannahreppi.
Félagsheimilið á Flúðum kl. 13:00-17:00
Matarkistan markaður. Matvæli frá fjölmörgum aðilum úr sveitinni: úrval af grænmeti, reyktur og grafinn lax úr Hvítá, Kjöt frá Koti, kræsingar í krukkum, mjöl, hunang og fleira. Einnig margs konar handverk, trémunir, prjónavörur og ýmislegt fleira.
Bjarkarhlíð - Anna Magnúsdóttir handverkskona opið hús 13:00-17:00
Kurlproject Iceland
Opið frá kl 14:00-18:00
Verslun og vinnustofa, v/ Hvammsveg, Flúðum.
Allir hjartanlega velkomnir að líta við.
Gröf ?minjasafnið opið 13:00-17:00
Allir velkomnir.
Bragginn
Leirvinnustofa Birtingaholti
opið frá 13:00-18:00
Stúdíóverslun í skemmtilegu jarðhýsi (10 mín frá Flúðum)
"Leikur að List" Laugarlandi opið 12:00 - 18:00 .
Myndlist, handverk og sýning á 500 leikfangadúkkum.
Rabbi rósabóndi gefur grænmeti að smakka frá Garðyrkjustöðinni Laugarlandi.
Heitt á könnunni.
Grænna land, Sneiðin 5 (fyrir ofan tjaldsvæðið)
Opið hús 13:00-17:00
Garðyrkjuþjónusta, kransagerð, efni í heisluvörur og snyrtivörur.
Jólakransar og námskeiðshald. Hugmyndir um nýtingu trjástofna og fl.
Efra-Sel
Opna íslenska grænmetismótið er haldið í tilefni uppskeruhátíðar
Margt verður í boði og eru kylfingar hvattir til að kynna sér dagskrána á www.fludir.is
Kaffi-Sel, veitingarstaðurinn í golfskálanum með tilboð á pizzum.
Hótel Flúðir
Tekið á móti gestum í nýja, glæsilega garðinum milli kl. 14:00-16:00
og boðið upp á að smakka grænmetissúpu frítt. Barinn opinn
Gengið er inn um aðaldyrnar á hótelinu í garðinn.
Í tilefni Uppskeruhátíðarinnar verðum við með sérstakan 3 rétta kvöldverðarseðil
fylltir Flúðasveppir, hvítlauksristaðir humarhalar
og ís með Silfurtúns-jarðaberjum. Kr. 6900.- per mann.
Úti-Jóga
Útijóga með léttu gönguívafi og æfingar aðlagaðar útiiðkun.
Byrjað á upphitunaræfingum, gengið á skjólsælan og rólegan stað.
Jógaæfingar, öndunaræfingar, íhugun og slökun.
Farið frá félagsheimilinu á Flúðum kl. 16:00
Þátttaka 500 kr.
Kaffi Grund Flúðum
Gómsætir grænmetisréttir að hætti Berglindar allan daginn.
Þar á meðal eitthvað af réttunum sem stórstjarnan Shania Twain fékk að borða í sumar,
ásamt matseðlinum okkar
Minilik Eþíopískt veitingahús
Opið frá 11:00-14:00 fyrir matargesti.
Frá 14:00-17:00 verður ?kaffi seremonía?
kaffið brennt, malað og soðið á Eþíopiskan hátt.
Opnað fyrir matargesti að því loknu kl 17:00 ? 21:00
? Uppsveitahringurinn? nýr íþróttaviðburður verður haldinn i fyrsta sinn.
Hlaupið og hjólað um Uppsveitir, skemmti- og keppnishjólreiðar.
10.30 ? Skemmtihjólreiðahópurinn leggur af stað frá Flúðum. (46 km)
12.00 ? Keppnishjólreiðahópurinn leggur af stað frá Flúðum (46 km)
12.00 ? Hlauparar leggja af stað frá Reykholti (10 km +)
14.00 ? Verðlaunaafhending á Flúðum.