Upplýsingar um móttöku á bifreiðum til endurvinnslu

Fréttir 22.02.2011

Skil á bifreiðum til endurvinnslu

Á heimasíðu Úrvinnslusjóðs (http://www.urvinnslusjodur.is/voruflokkar/okutaeki/) er eftirfarandi um skilagjald á ökutæki: Greiða skal skilagjald, 15.000 kr., hverjum þeim sem afhendir gjaldskylt ökutæki til móttökustöðvar til endurnýtingar eða endanlegrar förgunar, enda hafi ökutækið verið afskráð og úrvinnslugjald greitt a.m.k. einu sinni af viðkomandi ökutæki. Ökutæki sem eru skráð fyrir 1980 falla ekki undir kerfið enda hefur aldrei verið greitt af þeim úrvinnslugjald. Í Bláskógabyggð eru tveir aðilar sem taka við bifreiðum til úrvinnslu. Á Laugarvatni er það Járntak í Lindarskógum 10 gsm 893-4362 og í Laugarási Vélaverkstæði Guðmundar og Lofts að Iðu gsm 486-8840. Við móttöku bifreiða til úrvinnslu eru gefin út skilavottorð eftir að verksmiðjunúmer bifreiðarinnar og skoðunarvottorð hafa verið sannreynd. Móttökuaðili sér síðan um að hreinsa öll spilliefni úr bifreiðinni sem síðan er send í endurvinnsluferil.