Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

Fréttir 15.04.2015
Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi Umsóknarfrestur er til og með 12. maí nk. Uppbyggingarsjóður Suðurlands tekur við hlutverki Menningarráðs og Vaxtarsamnings Suðurlands. Uppbyggingarsjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands og er á ábyrgð Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:
  • Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi
  • Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi
  • Að styðja við atvinnuskapandi- og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi
Stuðningur við styrkþega, frumkvöðla og einstök verkefni getur einnig falið í sér tímabundna vinnuaðstöðu í frumkvöðlasetri SASS og/eða beina aðstoð ráðgjafa við verkefnið. Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is. Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna á vefnum sudurland.is. Eftirfarandi kynningarfundir verða haldnir; Selfoss - 20. apríl kl. 12:30 - Austurvegur 56 (3.hæð) Vestmannaeyjar - 21. apríl kl. 12:00 ? Þekkingarsetur VE (4. hæð) Hella ? 22. apríl kl. 12:00 ? Stracta hótel Kirkjubæjarklaustur ? 27. apríl kl. 13:00 - Kirkjubæjarstofa Höfn ? 30.apríl kl. 12:00 ? Nýheimar   Sjá nánari upplýsingar um viðveru ráðgjafa á sudurland.is