Undirritun samstarfssamnings við Hestamannafélagið Loga
Fréttir
12.11.2008
Sveitarfélagið Bláskógabyggð gerði samstarfssamning við Hestamannafélagið Loga þann 27. október 2008. Samningi þessum er ætlað að efla samstarf milli sveitarfélagsins og Loga og tryggja öflugt íþrótta, tómstunda- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Samningnum er ætlað að tryggja enn frekar starfsemi Loga, enda er sveitarfélagið þeirrar skoðunar að Logi sinni öflugu og viðurkenndu forvarnarstarfi.
Frá undirritun samstarfssamningsins við Hestamannafélagið Loga en á myndinni eru Guðrún Magnúsdóttir formaður Hestamannafélagsins Loga, Sigurlína Kristinsdóttir ritari Hestamannafélagsins Loga, Margeir Ingólfsson oddviti Bláskógabyggðar og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri Bláskógabyggðar.