Umsóknir og úthlutanir úr Sjóðnum góða
Fréttir
01.12.2014
Tekið verður við umsóknum um styrki úr Sjóðnum góða í Selinu við Engjaveg (við hliðina á íþróttavelli) eftirtalda daga:
Þriðjudaginn 2 des.frá kl. 10-14.
Miðvikudagur 3 des frá kl. 10-14.
Prestar í Árnessýslu, utan Selfoss, taka einnig við umsóknum og koma áfram til Sjóðsins.
Umsækjendur þurfa að leggja fram gögn um mánaðarlegar tekjur (vinnulaun, tekjur frá TR, fæðingarorlof, barnabætur, atvinnuleysisbætur) og gjöld (leiga/afborgun af húsnæði, rafmagn og hiti, sími og net, útgjöld v. barna, bíll, tryggingar...).
Úthlutað verður úr sjóðnum 18 og 19 desember.
Sjóðurinn góði.