Umsókn í Umhverfirssjóð Íslenskra Fjallaleiðsögumanna.

Fréttir 11.03.2016
  Í ört vaxandi ferðaþjónustu á Íslandi þarf að sýna ábyrgð og huga að því hvernig hægt sé að lágmarka umhverfisspor greinarinnar. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn stofnuðu á 20 ára afmæli sínu Umhverfisjóð til að fjármagna verndun íslenskrar náttúru. Þannig vill fyrirtækið stuðla að því að komandi kynslóðir, geti notið gæða hennar um ókomin ár. Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti til  verndunar náttúru Íslands. Tilteknum hluta styrkjanna er úthlutað verkefni tengdu gönguleiðinni frá Landmannalaugum til Skóga því gestir okkar sem ferðast um þá leið greiða sérstakt umhverfisálag. Einnig er hægt að sækja um verkefni  á öðrum stöðum á landinu til uppbyggingar, viðhalds og endurbóta mannvirkja, stígagerð og uppgræðslu.

Leitast skal við að uppbygging sé í stíl við íslenskar hefðir og falli vel að umhverfinu.

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti.  Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. Umsóknafrestur rennur út 10. april 2016.

Hér er slóðin inn á auglýsinguna á heimasíðunni: https://www.fjallaleidsogumenn.is/um-okkur/frettir/opid-er-fyrir-umsoknir-ur-umhvefissjodi-iflm/