Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2015

Fréttir 20.08.2015
Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar fyrir árið 2015 voru afhent á hátíðinni Tvær úr Tungunum sem haldin var í Reykholti 15. ágúst sl. Umhverfisnefnd auglýsti eftir tilnefningum og voru þau ekki skilyrt á neinn hátt. Fjölmargar tilnefningar bárust sem bæði voru fjölbreyttar og ólíkar. Verðlaunin að þessu sinn hlutu Ásta Rut Sigurðardóttir og Sveinn Kristinsson, Þöll í Reykholti. Í umsögn umhverfisnefndar segir: Þöll er efst í Reykholtshverfinu og er um 1 ha lóð. Þar er einstaklega snyrtilegt og falleg umhirða.  Skemmtilegt er að sjá hvernig þau Ásta Rut og Sveinn beita hrossunum inni á miðri lóð og láta þau hjálpa til við umhirðuna.