Umhverfisverðlaun 2024
Barbora Fialová hlaut umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar árið 2024. Verðlaunin fær Barbora fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins. Barbora hefur unnið mikið og flott starf innan veggja Bláskógaskóla á Laugarvatni. Þar hefur hún unnið ötullega að umhverfismálum, m.a. í gegnum kennslu í útinámi, þar sem nemendur eru í miklum tengslum við náttúruna og umhverfi sitt. Útinámið tengir Barbora einnig við svokallaða dyggðakennslu sem hún innleiddi í skólakerfið á Laugarvatni. Hún hlýtur einnig þessi verðlaun fyrir störf sín fyrir Planet Laugarvatn en hún hefur t.d staðið fyrir sorptínsludegi á Laugarvatni og eflt fólk til útivistar með allskonar viðburðum, líkt og ratleikjum o.fl.
Á myndinni eru Barbora, Ásgerður Magnúsdóttir, formaður umhverfisnefnndar og Kamil Lewandowski, fulltrúi í umhverfisnefnd.