Umhverfisvænn sveitarstjóri

Fréttir 07.06.2007
Umhverfisvænn sveitarstjóri á ?grænum bíl? Umhverfið Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, leggur sitt af mörkum til að bæta umhverfið og ekur um á umhverfisvænum bíl, Toyota Prius twin. ?Ég er mjög sáttur við þennan bíl sem er mjög sparneytinn og mengar mun minna en aðrir bílar,? segir Valtýr ?Bílinn framleiðir rafmagn sjálfur eftir þörfum, ýmist með aðstoð bensínvélarinnar eða þegar ekið er niður brekkur.  Þegar farið er niður brekkur slekkur bíllinn sjálfkrafa á bensínvélinni og rafmagnsvélin tekur við en þannig sparast mikið eldsneyti. Þegar farið er niður brekkur eða hægja þarf á er hægt að kveikja á sérstakri mótorbremsu, sem eykur til muna rafmagnshleðslu en einnig er hægt að spara bremsuborða og minnka þannig svifryksmengun. Þessi bíll er heldur dýrari í innkaupum en venjulegur bensínbíll en ríkið hefur fellt niður hluta af aðflutningsgjöldum á þessum bílum til að hvetja fólk til að huga að þessum valkosti.? Valtýr segir að ?græni bíllinn? hafi vakið nokkra athygli meðal sveitunganna og hann veit um nokkra sem eru að hugleiða að fá sér svipaðan bíl. ?Mér eru umhverfismál hugleikin og ákvörðun um kaup á þessum bíl er viðleitni til að sýna það í verki.? Heimild www.sudurglugginn.is