Umhverfisþing Bláskógabyggðar 20. mars kl. 14.00 í Aratungu

Fréttir 12.03.2015
Eins og komið hefur fram, hafa umhverfisnefnd Bláskógabyggðar og sveitarstjórn, ákveðið að halda Umhverfisþing föstudaginn 20. mars nk. Og af hverju spyr nú einhver. Umhverfismál koma öllum við og nú gefst ykkur tækifæri til að hafa áhrif í þeim efnum, koma ykkar skoðunum á framfæri. Fólk heldur oft að það skipti ekki máli þó það sé að gera eitthvað smávegis til bóta fyrir náttúruna og umhverfið, en það er mikill misskilningur, því ef allir gera eitthvað, þá verður það mikið. Undirbúningsnefnd Umhverfisþings hefur ákveðið að sorpmál verði þema þingsins. Þau eru stór kostnaðarliður í rekstri sveitarfélagsins þar er mikið hægt að spara og hagræða . Það er mikilvægt að svo verði en hitt er ekki síður mikilvægt út frá umhverfismálum, að við getum farið betur með náttúruna með slíkri hagræðingu. En umhverfismál eru ekki bara að flokka rusl og hagræða og spara í sorpmálum. Náttúruvernd, ásýnd sveitarfélagsins og fráveitumál eru t.d. hluti þeirra atriða sem vert væri að taka fyrir á þinginu. Dagskrá þingsins: Kl 14:00 Setning þingsins og stutt kynning/inngangur Kl 14: 15 Fyrirlestrar og fyrirspurnir til fyrirlesara Eftirtaldir aðilar verða fyrirlesarar:
  1. Kristófer Tómasson sveitarstjóri í Skeið-og Gnúpv.hr. ? Lífrænt sorp í moltugerð eða jarðgerð
  2. Herdís Friðriksdóttir verkefnisstjóri á Sólheimum ? Nýtt endurvinnslukerfi á Sólheimum
  3. Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari á Culina ? Matarsóun
Kl. 15:30 Kaffi og vinnustofa Hópastarf með það að markmiði að móta stefnu Bláskógabyggðar í umhverfismálum. Kl. 17:30  Áætluð fundarlok Ef fólk hefur ekki færi á að mæta á Umhverfisþingið þá býðst því möguleiki á að senda inn hugmyndir sínar um hvað ætti að koma fram í umhverfisstefnu Bláskógabyggðar á blaskogabyggd@blaskogabyggd.is eða koma þeim áleiðis í hugmyndakassa á skrifstofu Bláskógabyggðar í félagsheimilinu Aratungu. Frestur til að skila inn hugmyndum verður til fimmtudags 19. mars. Undirbúningsnefndin hvetur íbúa Bláskógabyggðar til að koma á þingið og hafa áhrif á stefnu sveitarfélagsins í umhverfismálum.  Sjáumst sem flest.