Tvær úr Tungunum
Fréttir
11.01.2007
Eva Maria Hillström og Anna Maria Burstedt sýna á Selfossi í Listagjánni.
Eva Maria Hillström og Anna Maria Burstedt sem báðar eru frá Svíþjóð, en hafa búið í Biskupstungunum til nokkurra ára, sýna myndlist sína í Listagjánni í Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi í janúar.
Anna Maria Burstedt hefur stundað nám í listaskólum í Svíþjóð og haldið nokkrar myndlistarsýningar þar. Aðallega málar hún landslagsmyndir með olíulitum. Eva Maria Hillström hefur teiknað mikið alla tíð, lesið sér til um myndlistartækni og prófað sig áfram á því sviði. Hún hefur einnig lært nokkuð í ljósmyndun. Hún notar mest blýant og pastel í listsköpun sinni.
Sýningin er allan janúar og er opin á sama tíma og bókasafnið kl. 10-19 virka daga og laugardaga 11-14.
Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi, Bókasafnið á Stokkseyri, Bókasafn Umf. Eyrarbakka
- Eitt skírteini gildir á 3 bókasöfn. Árgjaldið kostar 1200 kr. fyrir 18-67ára, ókeypis fyrir 0-18 ára, 67 ára og eldri og öryrkja.
- Í byrjun febrúar stefna söfnin á að fara að lána út í Landskerfi bókasafna www.gegnir.is Þá getur þú séð hvað er til í söfnunum í Árborg og á Íslandi, séð hvað þú ert með að láni, fengið millisafnalán o.fl.
- Nýjar bækur til fróðleiks og skemmtunar, tímarit á ýmsum sviðum, tónlist og DVD fræðslu og skemmtiefni.
- Nýjar myndasögur fyrir ,,unga fólkið" frá Nexus
- Þráðlaus nettenging á Lesstofu Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi fyrir þá sem vilja vinna á eigin tölvur í ró og næði - ekkert gjald.
- www.arborg.is/bokasafna hér er að finna ýmsar upplýsingar og aðgengi að gagnasöfnum