Tónleikar Kórs Neskirkju í Skálholtskirkju 30. maí kl 18:15

Fréttir 28.05.2014
Vorkvöld í Skálholti Kór Neskirkju heldur vortónleika  í Skálholtskirkju föstudaginn 30. maí.  Tónleikarnir hefjast strax að loknum tíðasöng eða um kl. 18:15. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og er öllum velkomið að koma og hlýða á fallega kórtónlist í einstaklega hljómfagurri kirkju.  Tónleikarnir standa í um klukkustund. Á efnisskrá tónleikanna kennir margra grasa, angurvær íslensk vorlög og þjóðlög í bland við verk þekktra evrópskra 16. aldar tónskálda.  Meðal verka má nefna útsetningar Hafliða Hallgrímssonar á þjóðlögunum ?Veröld fláa sýnir sig? og ?Hættu að gráta hringaná ásamt ?Vorvísu? Jóns Ásgeirssonar.  Af verkum erlendra tónskálda má nefna krafmikið tveggja kóra verk ?Psalm 100? eftir Heinrich Schütz, ?Super flumina? eftir G.P da Palestrina og ?Sleep? eftir Eric Whitacre.  Síðast en ekki síst verður frumflutt ?Faðir vor? eftir stjórnanda kórsins, Steingrím Þórhallsson. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Nánari upplýsingar veita Steingrímur Þórhallsson, s. 896-8192, steini@neskirkja.is og Sigríður Haraldsdóttir, 863-4290, sigridur.haraldsdottir@gmail.com