Tónleikar í Skálholtsdómkirkju , mánudaginn 7. nóvember kl. 20:00

Fréttir 03.11.2011
Tónlist verður flutt í minningu Jóns og sona hans, Björns og Ara, en þeir feðgar voru líflátnir í Skálholti þann 7. nóvember árið 1550. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti flytur ávarp í minningu Jóns Arasonar og mun einnig lesa ljóð eftir þetta mikla skáld. Fram koma Skálholtskórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar, Kammerkór Akraness undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar og Margrét Bóasdóttir sópransöngkona. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. (Af gefnu tilefni er vakin athygli á því að þetta er á mánudagskvöld)