Tónleikar
Fréttir
07.04.2011
Kór Grunnskóla Bláskógabyggðar heldur vortónleika sína í Skálholtskirkju fimmtudaginn 14.apríl kl.17. Kórinn syngur fjölbreytt og skemmtileg lög undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur tónmenntakennara. Um undirleik sjá Jón Bjarnason, organisti og Þórður Sævarsson, gítarleikari. Einnig munu nokkrir nemendur leika á hljóðfæri með kórnum.
Í kórnum eru nemendur í 1.-7. bekk í Reykholti og 1.-5. bekk á Laugarvatni. Kórinn starfar í þremur hópum sem sameinast af þessu tilefni.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Tekið verður á móti framlögum í ferðasjóð kórsins.