Tjaldsvæði á Laugarvatni
Tjaldsvæði Laugarvatni
Bláskógabyggð auglýsir til leigu tjaldsvæði á Laugarvatni. Rekstraraðili skal sjá um rekstur svæðisins og mannvirkja sem þar eru. Leigutaki hefur allar tekjur af rekstri svæðisins, sem og allan kostnað, og greiðir fast leiguverð til Bláskógabyggðar.
Árlegur opnunartími tjaldsvæðisins er að öllu jöfnu fá 1. maí til 30. september. Nýr rekstraraðili tekur við svæðinu fyrir opnun þess í ár. Leigusamningur verður gerður til fimm ára.
Boðið verður upp á skoðun á svæðinu föstudaginn 7. febrúar frá kl. 13:00 til 15:00. Áhugasamir geta nálgast leiguskilmála og hæfiskröfur með því að senda tölvupóst á netfangið blaskogabyggd@blaskogabyggd.is.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Bláskógabyggðar, Aratungu, Reykholti, eða með tölvupósti á netfangið blaskogabyggd@blaskogabyggd.is. Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 14. febrúar n.k.
Nánari upplýsingar veitir Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs í síma 480 3000.