Tiltektardagur í Bláskógabyggð laugardaginn 21. maí 2016
Fréttir
18.05.2016
Kæru sveitungar.
Nú er vorið loksins komið og því ekki úr vegi að við tökum öll saman hendinni og tökum til í Bláskógabyggð.
Laugardaginn 21.maí verður árlegt tiltektar átak í Bláskógabyggð.
Öll gámasvæðin í Bláskógabyggð verða opin frá 10:00-18:00 þennan dag og þar verður gjaldfrjálst að henda sorpi.
Sveitarfélagið útvegar ruslapoka fyrir þá sem það vilja og verða þeir afhentir kl. 11:00 við Samkaup á Laugarvatni og við Bjarnabúð í Reykholti.
Ef einhverjar spurningar vakna og einnig ef fólk vill tryggja sér ruslapoka í tíma er upplagt að hafa samband við Bjarna Dan sviðsstjóra í síma 860-4440
Fyrir hönd Bláskógabyggðar og Umhverfisnefndar Bláskógabyggðar
Ragnhildur- Hjálmsstöðum.