Tiltektardagur í Bláskógabyggð laugardaginn 11. júní 2016
Fréttir
10.06.2016
Kæru sveitungar. Nú er 17. júní framundan og til stendur að sameinast um að gera allt hreint og fínt fyrir þjóðhátíðardaginn. :)
Í tilefni tiltektardagsins ætlar garðyrkjustöðin Kvistar að bjóða uppá PULSUPARTÍGRILL sem hefst kl. 13:00
Gámasvæðið í Reykholti verður opið frá 10:00-18:00 þennan dag og það verður gjaldfrjálst að henda sorpi.
Sveitarfélagið útvegar ruslapoka fyrir þá sem það vilja og verða þeir afhentir kl. 11:00 við Bjarnabúð í Reykholti.
Ef einhverjar spurningar vakna er upplagt að hafa samband við Bjarna Dan sviðsstjóra í síma 860-4440.