Tilkynning vegna veðurs

Fréttir 06.02.2022
Skólahald fellur niður á mánudag Gefin hefur verið út rauð viðvörun vegna óveðurs sem ganga mun inn á landið í nótt. Vegna þessa fellur allt skólahald leik- og grunnskóla niður í Bláskógabyggð mánudaginn 7. febrúar, bæði á Laugarvatni og í Reykholti. Aðrar stofnanir sveitarfélagsins verða lokaðar til hádegis. Gildir það um íþróttamiðstöðvar, mötuneyti og gámasvæði. Snjómokstri í þéttbýliskjörnum og á heimreiðum verður ekki sinnt fyrr en veðrið gengur niður. Íbúar eru hvattir til að festa lausamuni, svo sem ruslatunnur og annað lauslegt. Þá eru verktakar beiðnir að huga að frágangi á byggingarsvæðum. Fólk er hvatt til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu á meðan veðrið gengur yfir. Gert er ráð fyrir að talsverð úrkoma muni fylgja sem geti verið á formi snjókomu og/eða rigningar. Vænta má mikillar ófærðar og hálku á vegum og að talsverðan tíma geti tekið að opna vegi eftir að veðrinu slotar. Beiðnum um aðstoð skal beint í síma 112 og verða svæðisstjórn björgunarsveita og aðgerðastjórn almannavarna á vaktinni.