Tilkynning frá félagi eldri borgara í Biskupstungum
Fréttir
11.10.2011
Nú er komið að því að byrja vetrarstarf félagsins. Fyrsta samkoma hefur verið ákveðin fimmtudaginn 13. Október næstkomandi kl. 14.oo í Bergholti.
Næstu fimmtudaga verður síðan tálgað í tré, spilað eða prjónað. Sumir koma bara til að hittast og spjalla, sem er ágætt.
Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði verður svo eitthvað meira um að vera samkvæmt venju.
Leikfimin verður á sínum stað á þriðjudögum kl. 16.30 undir stjórn Helga Kjartanssonar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest,
Stjórnin.