Þorrablót UMFL

Fréttir 07.02.2008
Þorrablótið 9.feb Vertu með í að bjóða til stærsta blóts í sögu uppsveitanna! Laugardaginn 9. febrúar nk. verður Ungmennafélag Laugdæla með sitt árlega þorrablót í íþróttahúsi KHÍ á Laugarvatni. Húsið opnar kl. 19.00 og dagskráin hefst kl. 20.00. Matur, tónlist og skemmtiatriði verða að hætti heimamanna. Viðburðir úr sögu félagsins verða rifjaðir upp og myndir frá gömlum blótum. Hljómsveitin Leynibandið mun sjá um að enginn sitji af sér snúning það kveldið. Allir, hvar sem þeir búa eru velkomnir því það er nóg pláss. Samsveitungar í Bláskógabyggð og nærsveitamenn eru sérlega velkomnir. Borðapantanir þurfa að berast með góðum fyrirvara til Kristrúnar haholt2@simnet.is GSM 861- 7488 Við minnum á söngolíuna, fordrykkinn og banni á pinnahælana. Styrkjum UMFL um leið og við tjúttum, syngjum, bítum í punga og hlæjum saman. F.h. skemmtinefndar UMFL Kristrún Sigurfinnsd og Gríma Guðmundsdóttir