Þematónleikar
Fréttir
01.03.2010
Árlegir þematónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir í sal skólans, Eyravegi 9 á Selfossi, mánud. 1. mars kl. 20:00.
Þemað að þessu sinni er íslensk tónlist og fáum við að njóta nýrra og gamalla íslenskra verka á tónleikunum.
Hljóðfæra- og söngnemendur víðs vegar að úr sýslunni koma fram, en tónlistarsögunemar sjá um kynningar.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir