Taktu daginn frá
Fréttir
24.04.2016
Laugardaginn 28. maí verður viðburðurinn Borg í sveit ? alvöru sveitadagur í Grímsnes- og Grafningshreppi haldinn í annað skipti. Þann dag munu fyrirtæki, bændur og einstaklingar í sveitarfélaginu taka höndum saman, hafa opið hjá sér og bjóða gesti og gangandi velkomna í heimsókn. Dagskrá verður auglýst síðar. Viðburðinn má finna undir Borg í sveit á Facebook
Kveðja íbúar og fyrirtæki í Grímsnes- og Grafningshreppi