Sýningarferð Mímis

Fréttir 04.03.2009
Leikfélag Mímis, nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni frumsýnir föstudaginn 13.mars söngleikinn "Með fiðring í maga" sem er frumsamin söngleikur eftir leikstjórann og leikhópinn sjálfan. Leikstjóri er Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir en hún er skólanum alls ekki ókunn því hún útskrifaðist frá ML árið 2000 og leikstýrði einnig söngleiknum "Í fyrrasumar" sem Leikfélag Mímis setti upp árið 2007. Um 30-35 nemendur taka þátt í uppsetningu leikritsins en þar af eru 25 leikarar og 6 manna hljómsveit. Söngleikurinn er byggður á gamalli íslenskri bíómynd en skartar lögum Dolly Parton og Michael Jackson í bland. Sýningar verða eftirfarandi: Generalprufa 12.mars Aratunga, Reykholt  - (Sólheimar er boðið líkt og hefð er) Frumsýning 13.mars Aratunga, Reykholt - UPPSELT 2.sýning 15.mars Aratunga, Reykholt kl.16:00 3.sýning 16.mars Félagsheimilið Flúðum kl.20:00 4.sýning 18.mars FSu, Selfossi kl.20:00 5.sýning 20.mars Leikskálar , Vík kl.20:00 6.sýning 21.mars Hvolur, Hvolsvelli kl.18:00 7.sýning 22.mars Völundur, Hveragerði kl.16:00 8.sýning 24.mars Bæjarleikhús Mosfellsbæjar Kl.20:00