Sviðaveisla 23. nóvember 2013
Fréttir
20.11.2013
Vinir Tungnarétta boða alla þá sem komu að uppbyggingu Tungnarétta og alla velunnara til mannfagnaðar í Aratungu laugardagskvöldið 23. nóv. n.k. til að fagna verklokum. Boðið verður uppá svið með rófustöppu og kartöflumús en gestir þurfa að taka með sér drykki. Húsið opnar kl. 20:00 en borðhald hefst svo kl. 20:30.
Réttarsöngur mun án efa hljóma um Aratungu því er gott að taka með söngvatn svo réttarstemmingin verði ósvikin.
Þátttöku þarf að tilkynna til Vilborgar á netfangið: vinirtungnaretta@gmail.com eða í síma 895-9500 fyrir fimmtudagskvöldið 21. nóv.
Með von um góða mætingu.
Stjórn Vina Tungnarétta.