Sveppatínslunámskeið í Haukadalsskógi

Fréttir 26.08.2020
Laugardaginn 5. september kl. 13-16 mun Heilsueflandi Uppsveitir standa fyrir sveppatínslunámskeiði. Mæting við grillskýlið við hliðina á fyrsta bílastæðinu þegar keyrt er inn í Haukadalsskóginn. Rétt við bílastæðið og grillskýlið eru salerni. Námskeiðsgjald: 1.000 kr., greiðist inná reikning Bláskógabyggðar: 0151-26-72 kennitala 510602-4120, merkt: Heilsueflandi. Ása Margrét Ásgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og höfundur fyrstu sveppatýnslubókarinnar á Íslandi verður með fræðslu og leiðbeinir fólki við að þekkja og týna sveppi til matargerðar. Ása Mar­grét Ásgríms­dótt­ir er eng­inn venju­leg­ur sveppa­áhugamaður því að hún er búin að tína sveppi í tvo eða þrjá ára­tugi og hef­ur gefið út bók­ina Mat­svepp­ir í nátt­úru Íslands. Hún seg­ir að sveppatínsl­an sé í reynd frá­bært fjöl­skyldu­sport og að upp­lagt sé að sam­eina svepptínslu, úti­vist og ferðalög. Mælt er með að fólk mæti með hníf/sveppahníf og körfu eða opinn kassa. Kassinn má vera úr plasti eða pappa og jafnvel með hreinum pappír í botni. Ekki er ráðlagt að nota dagablaðapappír. Aðalatriðið er að ekki nota plastpoka vegna þess að það loftar illa um sveppina. Annars er gott að hafa skófatnað og föt við hæfi, allt eftir veðráttu, þar sem við göngum meðal annars utan göngustíga.