Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir eftir skólastjóra við grunnskóla sveitarfélagsins

Fréttir 15.03.2011
Sveitarfélagið Bláskógabyggð óskar eftir að ráða skólastjóra við grunnskóla sveitarfélagsins. Í Grunnskóla Bláskógabyggðar eiga nemendur kost á að stunda nám sitt í vistlegu og hlýlegu umhverfi  . Skólasamfélagið er traust og mikill vilji til þess að halda góðu sambandi á milli skóla og heimila. Grunnskóli Bláskógabyggðar var stofnaður árið 2003 og starfar í tveimur deildum, annars vegar 105 nemendur í Reykholti í Biskupstungum og hins vegar 39 nemendur að Laugarvatni. Elstu bekkir Grímsness- og Grafningshrepps stunda líka nám sitt í Reykholti, skv. samningi milli sveitarfélaganna. Í dag eru kennarar skólans 19 auk skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Einnig koma að skólanum 7 stundakennarar og stuðningsfulltrúar. Tónlistarkennsla er á skólatíma á vegum Tónlistarskóla Árnessýslu. Öflugt kórastarf er við skólann. Íþróttastarf er mikið fyrir alla aldurshópa bæði á skólatíma og í samvinnu við ungmennafélög í sveitarfélaginu og þá oft í beinu framhaldi af skóla. Starfssvið ? Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri ? Fagleg forysta ? Stuðla að framþróun í skólastarfi ? Leiða samstarf starfsmanna, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild Menntunar- og hæfniskröfur ? Grunnskólakennaramenntun ? Menntun og/eða reynsla af stjórnun og rekstri skv. lögum nr. 87/2008, 12. gr. ? Sjálfstæði í starfi  og skipulögð vinnubrögð ? Framúrskarandi hæfni í samskiptum og sterk þörf til að ná árangri í starfi ? Stjórnunar- og leiðtogahæfni ? Metnaður og einlægur áhugi á skólastarfi Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Skilyrði er að skólastjóri verði búsettur innan sveitar- félagsins. Hægt er að útvega húsnæði. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað fljótlega svo hann geti tekið þátt í undirbúningi nýs skólaárs. Bláskólabyggð mun halda skólaþing 30. mars nk. og við ráðningu nýs skólastjóra verður tekið mið af niðurstöðu þingsins um framtíðarsýn skólans. Bláskógabyggð varð sveitarfélag 9. júní 2002 en þá sameinuðust Biskupstungnahreppur, Laugardalshreppur og Þingvallahreppur. Íbúar eru alls 939. Bláskógabyggð er mjög landstórt og víðfemt sveitarfélag. Öflugt félagslíf er í sveitarfélaginu. Hefð er fyrir miklu skólasamfélagi á Laugarvatni, en þar eru öll skólastig; leikskóli, grunnskóli, menntaskóli og háskóli. Ferðaþjónusta er mjög stór atvinnugrein í Bláskógabyggð og matvælaframleiðsla mikil. Menning er á háu stigi um allt sveitarfélagið og það skartar fjölförnustu ferðamannastöðum landsins; Þingvöllum, Laugarvatni, Geysi, Gullfossi og Skálholti. Sjá nánar á heimasíðunni:www.blaskogabyggd.is Umsjón með ráðningu hafa Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Jóna Björk Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 27. mars nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.