SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTI 2016

Fréttir 29.06.2016
SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTI 2016 ? 5. og síðasta tónleikahelgi Nordic Affect og ReykjavikBarokk Fimmta og síðasta helgi tónlistarhátíðinnar Sumartónleikar í Skálholti hefst nk. fimmtudagskvöld, 28. júlí kl. 20:00, með tónleikum kammerhópsins Nordic Affect sem kallast SPÍRALL. Að vanda einkennir frumleiki verkefnaval þeirra, en þau munu frumflytja verk eftir Georg Kára Hilmarsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Leo Chadburn. Einnig verða umritanir á efnisskránni ásamt verki sem tengist vespum. Jafnframt hitar Nordic Affect upp fyrir sumarið 2017 með því að flytja verk eftir væntanlegt staðartónskáld, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur.  Fimmtu tónleikahelginni er fram haldið á laugardeginum 30. júlí kl. 14:00, með annarri dagskrá Nordic Affect sem nefnist ÞVERT Á LANDAMÆRI. Barokk Evrópa var sannarlega suðupottur þegar kom að tónlist. Þökk sé tónlistarútgáfu, flakki tónlistarmanna ásamt vænum skammti af ástríðu og forvitni blönduðust stílar landa og í sumum tilfellum umbyltu innflytjendur jafnvel tónlistariðkan. Allt þetta tengist tónlistinni á efnisskrá Nordic Affect eftir Händel, Vivaldi, Telemann, Dornel og Rebel. Kl. 16:00 sama dag endurtaka þau svo dagskrána SPÍRAL frá því á fimmtudagskvöldinu. Sunnudaginn 31. júlí kl. 11:00, verður messa í Skálholtsdómkirkju, en hefð er fyrir því að flytjendur Sumartónleikanna koma þar fram. Sumartónleikum í Skálholti 2016 lýkur svo með dagskrá sem hefst kl. 14:00 og nefnist Í GEGNUM RIMALANA. Hér er á ferðinni annar barokkhópur, Kammerhópurinn ReykjavikBarokk og kór ungmenna úr Breiðholti. Þetta er ?tónleikhús? byggt á lífi tónskáldsins og nunnunnar Lucrezia Orsina Vizzana. Nýrri raftónlist eftir Kristínu Lárusdóttur er hér blandað saman við sónötur og kantötur eftir 17. aldar kventónskáldin Luciu Vitzana og Isabellu Leonarda, ítalska 13. aldar Laude söngva og söngva eftir Hildegard von Bingen. Sumartónleikar í Skálholti, sem nú eru haldnir í 42. sinn, er elsta tónlistarhátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum. Samkvæmt venju er sérstök áhersla lögð á barokktónlist og samtímatónlist í flutningi framúrskarandi listamanna.  Tónleikarnir eru allir innan við eina klst. að lengd. Sem fyrr er aðgangur ókeypis að öllum tónleikum hátíðarinnar, en tekið er við frjálsum framlögum við dyrnar. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu hátíðarinnar, www.sumartonleikar.is, sem og hjá Pétri Jónassyni, framkvæmdastjóra Sumartónleika í Skálholti (s. 8213637) SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTI 2016 ? 4. tónleikahelgi   Fjórða helgi tónlistarhátíðinnar Sumartónleikar í Skálholti hefst nk. fimmtudagskvöld, 21. júlí kl. 20:00, með tónleikum sem kallast BAROKKBANDIÐ BRÁK OG BLÓÐHEITU ÍTALARNIR, en þar verður skellt í eina ítalska stuðtónleika með verkum eftir Vivaldi, Caldara, Locatelli o.fl. þar sem hóflegir hljóðfærakonsertar verða í forgrunni. Barokkbandið Brák er hópur ungs tónlistarfólks, sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á barokktónlist, hefur sérhæft sig að hluta í þeirri tónlist erlendis og vill koma upprunaflutningi á framfæri á Íslandi. Leiðari hópsins er Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari. Föstudagskvöldið 22. júli kl. 20:00 verður svo sama dagskrá endurtekin.   Fjórðu tónleikahelginni í skálholti verður fram haldið á laugardagskvöldinu 23. júlí, en þar koma fram tveir meðlimir Brákar, þau Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari og franski semballeikarinn Brice Sailly. Efnisskrá þeirra samanstendur af Sónötum eftir J.S. Bach fyrir gömbu og sembal, en Steinunn mun í þetta sinn leika þær á ?pikkolóselló?. Sannkölluð hljóðfæra- og kontrapunktsveisla! Tónleikar Steinunnar og Brice hefjast kl. 21:00, og er sérstaklega bent á breyttan tónleikatíma.   Að lokum, sunnudaginn 24. júlí kl. 11:00, verður svo messa í Skálholtsdómkirkju þar sem flytjendur Sumartónleikanna koma fram, en hún er hluti af Skálholtshátíð sem stendur yfir samtímis á staðnum þessa helgi.   Sumartónleikar í Skálholti, sem nú eru haldnir í 42. sinn, er elsta tónlistarhátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum. Samkvæmt venju er sérstök áhersla lögð á barokktónlist og samtímatónlist í flutningi framúrskarandi listamanna. Haldnir verða tónleikar öll fimmtudagskvöld, laugardaga og sunnudaga í júlímánuði. Tónleikarnir eru allir innan við eina klst. að lengd. Sem fyrr er aðgangur ókeypis að öllum tónleikum hátíðarinnar, en tekið er við frjálsum framlögum við dyrnar. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu hátíðarinnar, www.sumartonleikar.is, sem og hjá Pétri Jónassyni, framkvæmdastjóra Sumartónleika í Skálholti (s. 8213637)   SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTI 2016 ? 3. tónleikahelgi   Þriðja helgi tónlistarhátíðinnar Sumartónleikar í Skálholti hefst nk. fimmtudagskvöld, 14. júlí kl. 20:00, með tónleikum sem kallast RÆTUR, en þar flytur norski sellóleikarinn Sigrun Eng efnisskrá með verkum sem hún hefur pantað sérstaklega fyrir tónleikana eftir Guðrúnu Ingimundardóttur og norska tónskáldið Nils Økland. Þá syngja Guðrún og Svanfríður Halldórsdóttir íslenska tvísöngva. Að sögn Sigrunar er tilgangurinn með tónleikunum sá að kanna hversu mikið Norðmenn og Íslendingar eiga sameiginlegt þegar að menningararfinum kemur, þ.e. hversu skyld við séum í raun?   Laugardaginn 16. júlí mun Guja Sandholt kynna viðfangsefni helgarinnar með fyrirlestri í Skálholtsskóla og hefst hann kl. 13:00.   Kl. 14:00 sama dag verða svo fyrstu tónleikar tónlistarhópanna ?Guja Sandholt og félagar? og söngoktettsins ?Fjárlaganefndin?. Tónleikarnir bera yfirskriftina SORGARRAUNIR MARÍU OG SVEFNINN SÆTI. Á efnisskránni verður m.a. Stabat Mater eftir Arvo Pärt fyrir þrjá einsöngvara og strengjatríó ásamt a cappella söngverkum eftir Pärt, Eric Whitacre, Tryggva M. Baldvinsson og fleiri í flutningi Fjárlaganefndarinnar. Einsöngvarar eru Hlín Pétursdóttir Behrend, sópran, Guja Sandholt, mezzósópran og Clemens Löschmann, tenór. Strengjaleikarar eru Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðla, Ásdís Hildur Runólfsdóttir, víóla og Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló.   Síðari tónleikar laugardagsins 16. júlí nefnast NÆTURGALI VIÐ SÓLSETUR. Í flytjendahópinn bætast þá  Kristrún Helga Björnsdóttir flautuleikari og Gunnhildur Daðadóttir fiðluleikari. Flutt verða verk eftir Roussel, Pärt, Brahms, Tchaikovsky, Respighi og Sigfús Einarsson. Hefjast tónleikarnir kl. 16:00.   Sunnudaginn 17. júlí kl. 11:00 verður messa í Skálholtsdómkirkju þar sem flytjendur Sumartónleikanna koma fram og þriðju tónleikahelgi hátíðarinnar lýkur svo á því að endurteknir verða fyrri tónleikar laugardagsins, SORGARRAUNIR MARÍU OG SVEFNINN SÆTI, og hefjast þeir, eins og fyrri daginn, kl. 14:00.   Sumartónleikar í Skálholti, sem nú eru haldnir í 42. sinn, er elsta tónlistarhátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum. Samkvæmt venju er sérstök áhersla lögð á barokktónlist og samtímatónlist í flutningi framúrskarandi listamanna. Haldnir verða tónleikar öll fimmtudagskvöld, laugardaga og sunnudaga í júlímánuði. Sú breyting verður gerð í ár að tónleikar um helgar eru haldnir kl. 14:00 og 16:00 í stað 15:00 og 17:00 áður. Þá verða sunnudagsmessur, þar sem flytjendur Sumartónleikanna koma fram, haldnar kl. 11:00 í stað 17:00. Tónleikarnir eru allir innan við eina klst. að lengd. Sem fyrr er aðgangur ókeypis að öllum tónleikum hátíðarinnar, en tekið er við frjálsum framlögum við dyrnar. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu hátíðarinnar, www.sumartonleikar.is, sem og hjá Pétri Jónassyni, framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti (s. 8213637) og Guju Sandholt (s. 6941166)   2. tónleikahelgi   Önnur helgi tónlistarhátíðinnar Sumartónleikar í Skálholti hefst nk. fimmtudagskvöld, 7. júlí kl. 20:00, með tónleikum sem kallast STIKKLINGAR, en þar flytja CAPUT-hópurinn og sönghópurinn Hljómeyki fjölbreytta efnisskrá með verkum eftir íslenska samtímatónskáld auk valinna verka gömlu meistaranna. Laugardaginn 9. júlí munu svo fulltrúar CAPUT og Hljómeykis , kynna viðfangsefni helgarinnar með fyrirlestri og umræðum í Skálholtsskóla og hefst dagskráin kl. 13:00. Kl. 14:00 sama dag verða tónleikar CAPUT-hópsins undir yfirskriftinni HÖRPULJÓÐ. Á efnisskránni eru verkin Næturljóð á hörpu og Dúó fyrir fiðlu og selló eftir Jón Nordal en hann fagnaði nýlega níræðisfamæli sínu og er heiðurstónskáld Sumartónleika í Skálholti í ár. Auk þess  leikur CAPUT þríleiksverk fyrir fiðlu, selló og hörpu eftir franska tónskáldið Jacques Ibert. Laugardeginum 9. júlí lýkur svo með söngtónleikum Hljómeykis, en þar munu heyrast verkin Requiem eftir Jón Nordal, Agnus Dei eftir Samuel Barber og This Worldes Joie eftir Arnold Bax. Stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Hátíðin heldur svo áfram næsta dag, sunnudaginn 10. júlí. Kl. 11:00 verður messa þar sem flutt verða tónlistaratriði frá Sumartónleikum í Skálholti og þessari annarri helgi hátíðarinnar lýkur svo með tónleikum sem eru alfarið tileinkaðir verkum Jóns Nordal. Flytjendur eru sem fyrr CAPUT og Hljómeyki, en tónleikarnir hefjast kl. 14:00. Sumartónleikar í Skálholti, sem nú eru haldnir í 42. sinn, er elsta tónlistarhátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum. Samkvæmt venju er sérstök áhersla lögð á barokktónlist og samtímatónlist í flutningi framúrskarandi listamanna. Haldnir verða tónleikar öll fimmtudagskvöld, laugardaga og sunnudaga í júlímánuði. Sú breyting verður gerð í ár að tónleikar um helgar eru haldnir kl. 14:00 og 16:00 í stað 15:00 og 17:00 áður. Þá verða sunnudagsmessur, þar sem flytjendur Sumartónleikanna koma fram, haldnar kl. 11:00 í stað 17:00. Tónleikarnir eru allir innan við eina klst. að lengd. Sem fyrr er aðgangur ókeypis að öllum tónleikum hátíðarinnar, en tekið er við frjálsum framlögum við dyrnar. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu hátíðarinnar, www.sumartonleikar.is. Upplýsingar og viðtöl veitir Pétur Jónasson, framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti. s. 8213637