Sumarstarf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Fréttir 19.04.2011
Byggðasamlag skipulags- og byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, í samstarfi við Vinnumálastofnun, auglýsir laust til umsóknar  sumarstarf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í tvo mánuði á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Möguleiki er á framlengingu starfsins um allt að 4 mánuði fyrir atvinnuleitendur. Í starfinu felst að skanna inn teikningar og skjöl og skrá í gagnagrunn. Viðkomandi einstaklingur þarf að hafa góða almenna tölvukunnáttu, vera sjálfstæður og skipulagður í vinnubrögðum, vera fljótur að læra og hafa góða þjónustulund. Byggðasamlag skipulag- og byggingafulltrúa er staðsett á Laugarvatni og þjónar sveitarfélögunum Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi. Umsóknir skulu berast embættinu að Dalbraut 12, 840 Laugarvatni, fyrir 8. maí n.k. Nánari upplýsingar um starfið veita Helgi Kjartansson byggingafulltrúi (helgi@sudurland.is) og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi (petur@sudurland.is) í síma 486-1145 frá 9-12.