Sumargleði í Aratungu 13.ágúst 2011

Fréttir 02.08.2011
Aratunga 50 ára Sumargleði í Aratungu 13. ágúst 2011 11:00 - 12:30 Körfuboltaskóli í Íþróttamiðstöðinni í Reykholti Aldur: 10-16 ára. Umsjón Fannar Ólafsson, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara KR 2011. Mikilvægt er að mæta með íþróttaföt, íþróttaskó og handklæði. Gott að mæta tímanlega.  Allir velkomnir. 12:30 - 17:00 Aratunga opin fyrir gesti og gangandi Opnuð verður málverkasýning í umsjón Arnar Erlendssonar frá Dalsmynni. 13:00 - 13:30 Afmælishátíð Aratungu sett 13:30 - 13:45 Bókvitið verður ekki í askana látið Listaverkið verður afhent Aratungu aftur eftir endurnýjun og lagfæringu. 13:45 - 14:45 Aratunguleikarnir í Gröfuleikni Keppni í gröfuleikni. Er hægt að skera gúrku í 50 sneiðar með beltagröfu? Allir þeir sem áhuga hafa á að keppa þurfa að hafa samband við Margréti Sverrisdóttur í síma 8646961 í síðasta lagi fimmtudaginn 11. ágúst. Allir þeir sem keppa þurfa að hafa réttindi til að vinna á beltagröfu. 14:30 - 15:00 Knattspyrna 10-13 ára UMF. Bisk ? UMF. Laugdælir. Búast má við skemmtilegum leik og eru allir hvattir til að hvetja sitt lið til dáða. 14:45 - 15:15 Sölufélag Garðyrkjumanna Grænmetiskynning og Íslandsmeistaramót í gúrkuáti. Sölufélag Garðyrkjumanna mun stjórna Íslandsmeistaramótinu en búast má við spennandi keppni í þessari nýstárlegu keppni. 15:15 - 15:45 Bændaglíma Bláskógabyggð á móti Reykjavíkurúrvali. Búast má við spennandi keppni en liðin munu tefla fram sínum sterkustu glímumönnum. 15:45 Aratunguleikarnir í frjálsum íþróttum Keppnisgreinar: 10 ára og yngri: 60 m og langstökk. 11-12 ára: 60 m, 800 m og langstökk. 13-14 ára: 100 m, 800 m og langstökk. 15 ára og eldri: 100 m, 800 m og langstökk. Skráningar þurfa að berast fyrir 10. ágúst á netfangið: umfbisk.blaskogabyggd@gmail.com Nánari upplýsingar á heimasíðu UMF. Bisk:http://umfbisk.blaskogabyggd.is Reiðhjólaþrautabraut á íþróttavellinum Ungir sem aldnir mæta með reiðhjólin sín og taka þátt í fjölbreyttum þrautum. Skylda að vera með reiðhjólahjálm. 17:00 - 19:00 Knattspyrna Biskup ? UMF. Gnúpverja. Búast má við spennandi leik og er fólk hvatt til að mæta á völlinn og styðja sitt lið til sigurs. 22:00 - 03:00 Stórdansleikur með Sumargleðinni og Karma í Aratungu Húsið opnar kl: 22:00 og skemmtunin hefst kl. 22:30. Forsala miða verður í Bjarnabúð Reykholti og Gallerí Laugarvatni og hefst 1. ágúst. Verð í forsölu*: 3000,- Verð við innganginn: 3500,- * ATH. takmarkaður miðafjöldi verður seldur í forsölu 1 8 ára aldurstakmark Látið ekki þennan einstaka viðburð framhjá ykkur fara. Samstarfsaðilar 50 ára afmælishátíðar Aratungu Garðyrkjustöðin Engi Laugarási Opið hús verður helgina, 12.-14. ágúst frá kl. 12:00 til 18:00. Á Engi er lífrænn grænmetismarkaður með miklu úrvali af grænmeti úr eigin ræktun. Ókeypis verður í völundarhúsið og jurtate í boði jurtagarðsins. Krydd- og ilmjurtir og íslenskar hænur. Verið velkomin. Espiflöt ehf. Espiflöt ehf. verður með opið hús frá kl. 9:00 - 16:00, allir velkomnir að skoða ræktunina. Bjarnabúð Í tilefni afmælishátíðar félagsheimilisins Aratungu ætlar starfsfólk Bjarnabúðar að grilla SS pylsur í gesti og gangandi laugardaginn 13. ágúst milli klukkan 17:30 og 19:00. Sérstakt tilboð verður á ís og grænmeti á meðan birgðir endast þennan daginn. Bjarkarhóll Prjónabúðin Björk verður með grænmetis og handverksmarkað. Alls konar tilboð í gangi og 9 þúsundasti viðskiptavinurinn er væntanlegur þá helgi og fær hann úttektina sína fría ásamt gjafakörfu. Gréta Gísladóttir opnar málverkasýningu kl. 14:00 laugardaginn 13. ágúst. Gréta er búsett á Akureyri en er fædd á Selfossi árið 1973. Hún hefur haldið ýmsar sýningar áður, bæði einka ? og samsýningar hér á landi og í Danmörku. Verkin eru gerð með olíu á striga og eru unnin frá hausti 2010 til vorsins 2011. Þau hafa skírskotun í sögu mannsins á jörðu, kristni og áminningu um að gæta að sérhverju lífi. Menntun: Engelsholm Kunst- og hándværksskole í Danmörku 1999 -2000 Myndlistaskólinn á Akureyri, Fagurlist 2008 ? 2011. Diploma. Þetta er sölusýning og geta áhugasamir haft samband við Grétu: 867-7388 eða gretagisla@simnet.is. Heimasíða: gretagisla.is Café Mika Kaffi alla helgina á kr 50. Þriggja rétta hátíðarkvöldverður ásamt skemmtidagskrá, hefst kl 19:30. Skemmtanastjóri verður Rökkvi Vésteinsson sem er hömlulausasti og ófyrisjáanlegasti grínistinn á Íslandi. Borðapantanir og frekari upplýsingar verða í síma 896 6450. Rökkvi Vésteinsson hefur komið fram yfir 100 sinnum á Íslandi, Írlandi, Englandi, Hollandi og Belgíu og Kanada, þar sem hann sigraði í fyrstu umferð af Great Canadian Laugh Off keppninni í Kanada árið 2006. Rökkvi var með þáttinn Hinn eini sanni á Útvarpi Sögu árið 2008 og er þekktur fyrir alls konar vitleysu eins og að hlaupa niður Laugaveginn í Borat skýlu og setja video af því á netið.  Hann hefur einnig samið gríðarlega vinsæl grínlög eins og "Kartöflugeymsluna" og "Dóra feita". Uppistönd Rökkva hlífa engu og láta allt flakka. Myndlist í hesthúsi Opið verður frá 11.00-18.00 í vinnustofu Sigurlínu Kristinsdóttur í hesthúsahverfinu í Reykholti. Gestir velkomnir. Aðkeyrsla að hesthúsinu er frá Vegholtinu. Til sýnis og sölu, myndir og listmunir sem tengjast íslenska hestinum. Einnig myndlistarhorn fyrir börn, penslar, blöð og litir til að mála með, ásamt hestamyndum til að lita. Við hesthúsið verða tveir hestar sem hægt er að skoða og klappa. Kaffi Klettur Föstudagur, 12. ágúst ?svona var það ´61" með Bjarnabófunum, vinsælustu lögin frá 1961 rifjuð upp ásamt íslenskum dægurlögum frá þessum áratug sem enn lifa með þjóðinni, allir syngja með. Laugardagur: kaffihlaðborð 15:00 ? 16:30 Laugardagskvöld: Sumargleðitilboð á 3ja rétta máltíð á 3.990.- Nánari upplýsingar í síma: 486-1310, 847-5057 og á www.aratunga.is. Tjaldsvæðið Reykholti Vel staðsett nálægt allri þjónustu: sundlaug, verslun, íþróttavellir, leikvöllur, veitingastaður og bar. Nánari upplýsingar í síma: 486-1310 og 847-5057 og á www.aratunga.is. Sölufélag Garðyrkjumanna Sölufélag Garðyrkjumanna mun bjóða afmælisgestum Aratungu uppá kynningu á nýju íslensku grænmeti. Þá mun félagið standa fyrir Íslandsmeistaramóti í gúrkuáti.